Einhver ætti nú að vera í rúminu sagði einn kall í vinnunni við mig þegar sem ég var baksa við að gera tilraunir í dag. Náði mér í vont kvef og hita, lá heima í gær í staðinn fyrir að skrifa grein eins og ég ætlaði að gera. Náði samt tólf tíma túrbóvinnudegi á laugardaginn þrátt fyrir slappleika sem kuldinn í stjórnherberginu sem ég sat í við tilraunir bætti ekki á. Fór í náttbuxur (handa sjálfboðaliðum) utan yfir sokkabuxurnar sem ég hafði klæðst vegna góðviðrisins úti og þriðju peysuna. Loftkælingin þarf að vera á fullu til að kæla rafbúnaðinn og þar að auki er stór hluti hans umlukinn fljótandi köfnunarefni og helíumi, brr!
Er einmitt loksins að skána í bakinu eftir að ég asnaðist til að draga mannhæðarháan kút með fljótandi köfnunarefni um daginn. Er búin að vera algjört grænmeti enn og aftur út af bakinu og gat ekki mætt í vinnuna í nokkra daga og var ekki spræk. Þetta er orðið ansi þreytandi og langvinnt bakvesen eftir að ég datt í fyrra. En ég er ánægð að vera að hressast í bili og geta unnið sæmilega lengi. Þessa viku er nóg að gera því að konan sem ég er að vinna með kemur á miðvikudaginn frá Hollandi til að gera tilraunir, svo að ég þarf að gera og græja ýmislegt.
Eftir tilraunirnar fór ég í frönsku og svo á tónleika með Animal Collective. Hughrifin sem tónlist þeirra kallaði fram voru margbreytileg og ég varð kát í hjarta. Hitti hressan írskan strák úr vinnunni og vin hans að loknum tónleikum og spjallaði aðeins við þá áður en ég þeysti heim í strætó. Ekki leiðinlegt.
þriðjudagur, mars 24, 2009
laugardagur, mars 14, 2009
Æsispennandi föstudagskvöld
Fór heim úr vinnunni með Indie og The Guardian.
Kom við í búðinni, þar sem ég náði mér í Cosmo og Esquire.
Kúrði á stofugólfinu með félögum mínum fjórum.
Þaulkannaði svarthvíta og litfagra fleti þeirra þangað til
ég sofnaði fyrir framan sjónvarpið, sem ég hafði kveikt á
svo ég mundi ekki missa af neinu.
Kom við í búðinni, þar sem ég náði mér í Cosmo og Esquire.
Kúrði á stofugólfinu með félögum mínum fjórum.
Þaulkannaði svarthvíta og litfagra fleti þeirra þangað til
ég sofnaði fyrir framan sjónvarpið, sem ég hafði kveikt á
svo ég mundi ekki missa af neinu.
laugardagur, janúar 31, 2009
miðvikudagur, janúar 21, 2009
Rannsóknarmat
Á röltinu í jólagleðskapi rannsóknarstofnunarinnar var leiðbeinandinn minn, sem líka er yfirmaður eðlisfræðideildarinnar þessi árin, voða spenntur að fá niðurstöður úr rannsóknarmati á deildum í háskólum hérlendis. Þegar ég kom til baka var búið að hengja niðurstöðurnar upp hér á skrifstofunni, á allavega tveim stöðum. Samkvæmt þeim er háskólinn í Nottingham sá annar besti í eðlisfræðirannsóknum í Stóra-Bretlandi og deilir sæti með Cambridge og St. Andrews. Ekki slæmt það. Í fyrsta sæti er Lancaster, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Oxford kemst ekki einu sinni í topp tíu. Leiðbeinandinn var skiljanlega ánægður með þetta, eins lesa má hér. Og ég er nokkuð ánægð að vita betur hvar skólinn minn stendur í samanburði við aðra. Ég vissi þó þegar ég kom hingað að fáir skólar í Evrópu hefðu jafngóða aðstöðu og tækjabúnað og hefðu afrekað jafnmiklu á mínu sviði. En, þegar er skoðað hvað nemendum í grunnnámi finnst, er annað uppi á teningnum. Þar sem ég er gera rannsóknir skiptir það mig ekki máli, nema þegar ég eyk á óánægju nemendanna með því að skrifa athugasemdir í heimadæmin sem ég fer yfir og gef þeim slæmar einkunnir.
fimmtudagur, janúar 01, 2009
Kjammi, hnakkar og flís af feitum sauð
Vaknaði rétt fyrir klukkan þrjú á nýju ári, 2009. Velti fyrir mér hvort ég ætti að fá mér morgunmat, hádegismat eða kaffi og ákvað að fá mér kvöldmat: sauðahangikjöt og kartöflur.
Jólin hafa verið róleg og ágæt, fyrir utan voðalega hálsbólgu og kvefpest sem ég fékk á Þorláksmessu. Ætlaði varla að hafa mig til pápa í mat á aðfangadag, en kom mér þó út úr húsi. Flestir í fjölskyldunni hafa veikst af annaðhvort magapest, hálsbólgu eða bæði um jólin og áramótin.
Fékk mest megnis bækur í jóagjöf, þar á meðal Kjamma efti Helga Jean Claessen, sem fjallar um morðmál á FM957 sem Erlendi úr Arnaldsbókunum er falið að rannsaka. Árekstrar kjammans við hnakkaheiminn vöktu mér mikla kátínu.
Jólin hafa verið róleg og ágæt, fyrir utan voðalega hálsbólgu og kvefpest sem ég fékk á Þorláksmessu. Ætlaði varla að hafa mig til pápa í mat á aðfangadag, en kom mér þó út úr húsi. Flestir í fjölskyldunni hafa veikst af annaðhvort magapest, hálsbólgu eða bæði um jólin og áramótin.
Fékk mest megnis bækur í jóagjöf, þar á meðal Kjamma efti Helga Jean Claessen, sem fjallar um morðmál á FM957 sem Erlendi úr Arnaldsbókunum er falið að rannsaka. Árekstrar kjammans við hnakkaheiminn vöktu mér mikla kátínu.
laugardagur, nóvember 22, 2008
Hawaii er ekki að fara neitt
Síðustu vikur hefur verið brjálað að gera og ekki bætti úr skák að ég fékk pest með 39 stiga hita í vikunni fyrir skiladaginn mikla. Sendi inn útdrátt fimm mínútum fyrir skilafrest og ef vel tekst til kemst ég til Hawaii á ráðstefnu. Í ár má þó búast við að mörgum útdráttum verði hafnað vegna fjölda umsækjanda. Hawaii er vinsæll staður.
Annars var ég lengi búin að vera með svo mikla leið á því sem ég var að gera að ég sagði við sjálfa mig að Hawaii væri nú ekki að fara neitt, allavega ekki næstu 50 árin.
Nú í vikunni tókst mér loks að koma leiðbeinandanum í skilning um að verkefnið mitt væri á villigötum og of mikil áhersla lögð á annað en það sem ég kom hingað til að læra. Komst að því að þótt þessi leiðbeinandi sé nú ágætur, þá þarf líklega að senda honum hluti skriflega svo að þeir komist til skila inn í langtímaminnið. Nú er bara að klára síðustu tilraunirnar og henda í grein. Svo tekur annað og áhugaverðara við.
Vantar líka styrk fyrir síðast árið, Marie Curie styrkurinn rennur út í lok maí. Þótt LÍN hafi verið slæmur kostur fyrir kreppuna, þá er hann alveg óhugsandi núna. Ég hef mikla samúð með öllum sem þurfa að eiga í því basli núna og vona að ég neyðist ekki til þess líka.
Annars var ég lengi búin að vera með svo mikla leið á því sem ég var að gera að ég sagði við sjálfa mig að Hawaii væri nú ekki að fara neitt, allavega ekki næstu 50 árin.
Nú í vikunni tókst mér loks að koma leiðbeinandanum í skilning um að verkefnið mitt væri á villigötum og of mikil áhersla lögð á annað en það sem ég kom hingað til að læra. Komst að því að þótt þessi leiðbeinandi sé nú ágætur, þá þarf líklega að senda honum hluti skriflega svo að þeir komist til skila inn í langtímaminnið. Nú er bara að klára síðustu tilraunirnar og henda í grein. Svo tekur annað og áhugaverðara við.
Vantar líka styrk fyrir síðast árið, Marie Curie styrkurinn rennur út í lok maí. Þótt LÍN hafi verið slæmur kostur fyrir kreppuna, þá er hann alveg óhugsandi núna. Ég hef mikla samúð með öllum sem þurfa að eiga í því basli núna og vona að ég neyðist ekki til þess líka.
Er Alaska, lovvitt!
You're Alaska!
You're big, bulky, and extremely wild. At the same time, you're rather
cold and standoffish, even a loner of sorts. Taming you may be one of the last great
quests of the people who do manage to find you or even seek you out. So many of them
just want to plunder you for what you have of value, but there are a few, the ones
who will stick with you, that truly value your rugged remoteness. As long as no one
is spilling stuff on you, you are truly beautiful.
Take the State Quiz
at the Blue Pyramid.
fimmtudagur, nóvember 06, 2008
Að vinna í vinnunni
Vann tíuþúsundkall (á núverandi gengi) í veggspjaldasamkeppni doktorsnema í eðlis- og stjörnufræði í háskólanum mínum í dag. Þetta voru þriðju verðlaun og það var nokkuð ljóst að eitthvað var að gerast eftir að tveir jakkafatamenn komu sinn í hvoru lagi að spurja mig um veggspjaldið og skipuleggjandinn spurði mig hvernig ætti að bera nafnið mitt fram. Hafði nú ekki búist við þessu. Ekki leiðinleg hvatning.
Var samferða kínversku stelpunni sem er á skrifstofunni minni heim, eins og flesta daga upp á síðkastið. Hún er alveg frábær og ég vissi strax og ég sá hana að við yrðum bestu vinkonur, þótt gjörólíkar séum á margan hátt. Hún er mjög opin, sakleysisleg og yndisleg manneskja og lítið fyrir að fara út. Eitthvað eru vinir hennar í Kína farnir að stríða henni með að hún sé farin að fitna eftir að hún flutti hingað (hún er þvengmjó) og þegar hún var að kvarta yfir því og segja að hún væri feit sagði ég
"If you are fat, then I'm triple fat."
"What is that?"
"You know, fat, fat, fat!"
Var samferða kínversku stelpunni sem er á skrifstofunni minni heim, eins og flesta daga upp á síðkastið. Hún er alveg frábær og ég vissi strax og ég sá hana að við yrðum bestu vinkonur, þótt gjörólíkar séum á margan hátt. Hún er mjög opin, sakleysisleg og yndisleg manneskja og lítið fyrir að fara út. Eitthvað eru vinir hennar í Kína farnir að stríða henni með að hún sé farin að fitna eftir að hún flutti hingað (hún er þvengmjó) og þegar hún var að kvarta yfir því og segja að hún væri feit sagði ég
"If you are fat, then I'm triple fat."
"What is that?"
"You know, fat, fat, fat!"