sunnudagur, febrúar 08, 2004

Fyrsta færslan

Er ad hlusta á Ríkisútvarpid, Rás eitt á netinu, nýbúinn tháttur um bókmenntaverdlaun Nordurlandaráds og hinar sívinsælu Dánarfregnir og jardarfarir. Ég elska rás eitt, oft alveg súrrealísk útvarpsstöd og med thætti um allt milli himins og jardar. Finnskur polki, gamalt pönk, gamalt fólk ad segja frá draugagangi og hjátrú, píanóverk... Um jólin á Íslandi var ég alveg ad trippa á rás eitt thegar ég var ad keyra í frábæra snjónum og ófærdinni. Ekki alveg jafn magnad hérna í útlandinu fyrir framan tölvuna úti í skóla. Samt frábært.

Helgin var ágæt, fór á barinn med nokkrum stelpum og spiladi pool á föstudagskvöldid. Vard threytt og fór heim upp úr midnætti, enda hafdi ég vaknad klukkan sex um morguninn thegar ilmvatnshomminn í herberginu vid hlidina á mér kom blindfullur heim, setti Michael Bolton í botn og hljóp um syngjandi med. Vidbjódur! Ekki til ad bæta á úrillsku mína.

Á laugardagskvöldid kom Marta í heimsókn og vid horfdum á hálfskemmtilega slæma söngvakeppni Dansksins med ödru auganu. Sídar var Zoolander skellt í tækid, endudum med ad stúta tveimur vínflöskum og kjafta langt fram undir morgun.

Nú ætti ég ad vinna í skýrslunni minni en thad er svo margt sem glepur.... Langar i fullt af geisladiskum, komin med langan lista aftan á greinina sem ég er ad klára ad fara yfir. Mu, thegar ég verd búin med thessa skýrslu verd ég ekki í neinum edlisfrædikúrs og thad thykir mér leitt. Hér voru allavega tveir kúrsar eftir áramót sem ég var spennt fyrir en ég er med svo vodalega théttpakkada stundaskrá ad ekki var neitt pláss fyrir meira. Ojæja, madur verdur ad láta sér nægja verkfrædikúrsana og lífedlisfrædina.