fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Uppáhaldslög

Á PopRevo í september heyrdi ég ansi skemmtilegt lag. Fór á netid og leitadi thad uppi og fann thá flytjendurna Peter Björn and John og krúttaralegt myndband sem fylgdi laginu. Hlustadi mikid á thá á myspace og tókst loks ad næla mér í lagid, Young Folks, á Pitchfork. Eitthvad fór thad ad heyrast í útvarpinu líka, og glöd í bragdi tjúttadi ég vid thad í eldhúsinu sunnudaginn ádur en ég fór til Íslands. Thegar ég kom til Íslands var líka verid ad spila thetta lag í útvarpinu og thá gat ég tjúttad ennthá meira. Sídasta daginn á Íslandi rak ég nefid inn á KB ad heilsa upp á Mörtu og thar var verid ad spila alla plötuna. Og uppáhaldslagid mitt akkúrat thegar ég kom inn úr dyrunum!

Keypti loks diskinn í gær. Nú gledja thessir thrír notalegu Svíar eyrun mín vid hvert tækifæri. Meira ad segja sænski hreimurinn í ordum eins og "chills" og "each other" er krúttaralegur.

Önnur uppáhaldslög sídustu mánudi hafa m.a. verid:
Saddest med 1234
Buzz on my Block med I got you on Tape
Public Warning og Love me or hate me med Lady Sovereign
Fuck Forever med Babyshambles
Og nokkur lög med Dr. Mister og Mr. Handsome. Ég tek thad fram ad ég er á móti eiturlyfjum og hef alltaf verid thad. Hins vegar er ég ordin hád dökku súkkuladi og verd fúl ef ég fæ ekki minn skammt. Jæja, segi thettagott...