sunnudagur, apríl 22, 2007

Síðasti mánuður

Síðasti mánuður hefur liðið hratt, enda meira en nóg að gera.

Fyrir páska skilaði ég ritgerð í nanókúrsinum og skrapp til Gautaborgar í IELTS enskuprófið. Sú ferð gekk ekki þrautalaust fyrir sig, missti af ferjunni í Frederikshavn, af því ég vissi ekki að landganginum væri lokað tíu mínútur fyrir brottför og hafði gengið aðeins of langt og villst smá vegis vegna þess að ég hafði svo góðan tíma þangað til ferjan átti að fara. Fékk sem betu fer að sigla með bílferjunni sem fer um miðja nótt og var komin til Gautaborgar rúmlega sjö um morguninn. Tók leigara á gistiheimilið þar sem ég átti pantaða gistingu, fór í sturtu, borðaði morgunmat og rölti svo á prófstað. Það tók bara tíu mínútur, í fallegu veðri.

Enskuprófið gekk vel, þótt ég væri illa sofin. Í hléinu á milli skriflega og munnlega hlutans rölti ég Haga nygata, þar var páskamarkaður og mikið af fólki. Æfði mig í sænsku og tók fullt af myndum.

Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta enskupróf var sú að ég er komin með pláss í dokstorsnámi í Englandi.