Jæja, kominn tími á smá blogg...
Er sem sagt flutt til Englands, var alkomin 2. júní og byrjaði í vinnunni 4.júní.
Thad er nóg að gera og ég er enn að koma mér fyrir í íbúðinni. Fór med strætó í IKEA
á laugardagskvöldið að kaupa bókahillur. Endaði með að kaupa ekkert nema tvö pör af
gúmmítúttum, en slíkur skófatnaður er ómissandi í votviðrinu hér. Nýju gúmmískórnir eru
algjör draumur.
Annars er mest lítið að frétta. Stine kemur í heimsókn eina viku í júlí og ég fer í útilegu
með fólkinu í vinnunni eina helgi. Mér líkar vel við fólkið hérna á rannsóknarstofnuninni, allir mjög almennilegir og frálslegir í fasi.