miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Pikknikk og krikket
Á föstudaginn var hádegislautarferð (fr. pique nique) í vinnunni. Allir komu með eitthvað að narta í og þetta var mjög huggulegt. Hitað var upp fyrir krikketleikinn í næstu viku, af svo miklu kappi að kylfan brotnaði. Ekki stöðvaði það leikgleðina, náð var í bút af mótatimbri og haldið áfram.