sunnudagur, janúar 06, 2008
Jólin
Já, blessuð jólin... Þau komu og var það vel. Er nú stoltur eigandi allra Fóstbræðraþáttanna, fallegra ljóðabóka, friðs í hjarta og feitari bumbu. Varla búin að gera annað en borða og sofa þessi jólin, stundum því sem næst bæði í einu. Náði mér í kvefpest og varð mjög slöpp á aðfangadag og er ekki enn orðin hress. Djammið hefur því haldist við tedrykkju á rólegri stöðum bæjarins. Fjölskyldufjörið hefur hins vegar verið með besta móti og gleður það mitt litla hjarta.