mánudagur, febrúar 04, 2008

Ný íbúð og ráðstefna

Þegar ég kom í vinnuna í morgunn beið mín tölvupóstur þess efnis að útdrátturinn minn hefði verið samþykktur. Ég er sem sagt á leiðinni til Toronto í byrjun maí og hlakka mikið til. Verð með rafplakat þann áttunda, klukkan þrjú. Allir að mæta!

Fundaði með leiðbeinendunum á föstudaginn og þeim virðist hafa litist þvílíkt vel á stærðfræðilega taugavísindakúrsinn sem ég byrjaði í fyrir nokkrum vikum, allavega sendi annar leiðbeinandinn á mig kínverskann samnemanda minn, sem ólmur vildi mæta. Honum var alveg sama þótt kúrsinn væri löngu byrjaður, sagðist bara mundu mæta í von um að þar væri "something beautiful". Kannski meinti hann "useful". Hmmm...

Eftir að hafa bent honum á kúrsinn og njósnað um hverjir fleiri sem ég þekki í bransanum væru að fara á ráðstefnuna hljóp í ég strætó, að skoða íbúð. Er búin að vera að leita mér að íbúð síðan ég kom til baka. Loksins er hún fundin! Leist svo vel á þessa íbúð að ég sótti strax um hana, allt nýtt og snyrtilegt, stórt eldhús, bjart svefnhbergi undir súð, bað með flísum á gólfinu. Algjör munaður fyrir England og ekkert mikið dýrara en þær niðurnýddu, pínkuponsu íbúðir sem ég hef skoðað hingað til. Hlakka ótrúlega mikið til að flytja, eftir um þrjár vikur!