föstudagur, mars 07, 2008

Flutningar

Flutti fyrir rúmlega viku í nýju íbúðina. Fékk sjö krakka úr vinnunni til að hjálpa mér, því ég er enn ónýt í bakinu eftir að ég fór á flug á parketgólfi og lenti á bakinu í tröppum um jólin (er þó loksins farin að skána). Á meðan krakkarnir báru dótið upp skrapp ég út í búð og náði í drykkjarföng og fór svo með innkaupakerruna að ná í pitsurnar sem ég hafði pantað. Var eins og fínasta útigangskona, röltandi um göngugötuna með innkaupakerru fulla af bjór, gosi og rjúkandi pitsum. Þegar ég kom til baka var búið að bera allt upp!

Ég er mjög ánægð í nýju íbúðinni. Það er samt soldið fyndið að það sem ég hélt að væri parket er bara plast og á baðherbergisgólfinu eru ekki flísar, heldur gólfdúkur með flísamunstri! Allt er nú til.

Nóg að gera í vinnunni/skólanum, þrír kúrsar, tilraunir og fyrirlestrar hingað og þangað... Kem samt til Íslands í páskafrí!