Þessa dagana sit ég og föndra rafrænt veggspjald, eða rafveggspjald (e-poster) fyrir ráðstefnuna í Toronto. Var annars að vinna eins og brjálæðingur við að gera tilraunir áður en ég fór í páskafrí til Íslands, þar sem ég sá meðal annars leikritið Kommúnuna, Vesturport og tveir útlenskir leikarar, annar þeirra Gael Garcia Bernal. Fór líka að sjá Brúðgumann, ansi hreint góða mynd. Borðaði mikið, eins og vanalega, hitti tvær vinkonur, slakaði á með fjölskyldunni og náði mér í flensu. Lagðist í bólið með 39 stiga hita þegar ég kom til baka.
Er loksins komin með húsgögn í stofuna og orðin nógu hress í bakinu til að skrúfa hluti saman.
Spilaði fótbolta í síðustu viku, tók því frekar rólega í vörninni, en tókst samt að vera dauðþreytt og með harðsperrur í fjóra daga! Enda búin að hreyfa mig enn minna en vanalega síðan um jólin.
Annars er ég bara nokkuð kát, hlakka til að fara til Norður-Ameríku í fyrsta skipti í tíu ár.
Dansa við Crystal Castles og Foals í eldhúsinu, stundum Violent Femmes og Missy Elliott líka.
Las Persepolis um helgina, frábær bók. Á ekki sjónvarp þessa dagana, það er mjög ágætt. Horfi bara á Fóstbræður í staðinn, sem getur verið soldið hættulegt, þegar maður er farinn að taka Fóstbræðratansinn hennar Brynhilde eftir nokkra bjóra...
Fór í partý um daginn, það var alltílæ. Snjóaði þegar við vorum að bíða eftir leigubíl.
Allt með kyrrum kjörum, en kannski sé ég myndarlega strákinn sem ég varð smáskotin í á fjallstindi síðasta í sumar í útilegu í júní. Ííí!