miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Stutta bloggið

Maturinn hjá Marie á mánudaginn var svo góður að ég fékk mér þrisvar sinnum á diskinn. Hún eldaði alveg tjúllaðan pottrétt með svinakjöti, svörtum ólífum, pepperóní, sólþurrkuðum tómötum og smá rjóma. Hrísgjrón, salat og hvítlauksbrauð með. Namminamm!

Brjálað að gera við greinalestur og skrifa uppkast að inngangi. Gera skipulag fyrir næstu fjóra mánuðina. Ég verð bara svolítið stressuð. Svo er mamma í einhverju kasti og það er ekki gaman. Heima í Hrísskógi eru kassarnir óðum að tæmast en einn á eftir að koma öllu fyrir.

Langar í sjöbíó í kvöld, á Meet the Fockers eða En lang forlovelse.

Engin ummæli: