Eitthvað lætur ferðasagan eftir sér bíða. Það hefur verið nóg að gera síðan ég kom til baka. Var að skanna í þriggja Tesla skannanum í gær. Eitthvað sóttist hægt þannig að ég endaði að vera þar þangað til fjögur í nótt og gekk svo heim, sem tók um klukkutíma. Svona er það þegar maður vill háa upplausn og hátt hlutfall suðs og merkis, þá geta hlutirnir tekið langan tíma. Meiri mælingar á föstudaginn.
Var komin aftur á skrifstofuna um hádegi og var frekar þreytt. Fór í fótbolta með vinnufélögunum og skoraði ekki eitt einasta mark. Alveg þreytt núna og farin heim. Skrifa kannski um Hróarskeldu á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli