Uppáhaldslagið mitt frá því í gærkvöldi er Naked með Comanechi. Eini ókosturinn við það er hvað það er stutt!
Netjaðist á SXSW heimasíðunni í gærkvöldi og náði mér í þetta lag, auk þriggja annarra:
Vlado Video með Quit Your Dayjob
I´m a Villain með Jakobínarínu
Is This Love með Clap Your Hands Say Yeah
Nú er komið enn meira stuð í tölvuna. Náði mér líka í lög á epitonic um daginn. Þar má gramsa og finna sitt af hverju tagi. Meðal annars The Faint og Ladytron. Comanechi leiddi mig í gær inn á myspace.com, þar sem hlusta mátti á nýju plötuna með Yeah Yeah Yeahs. Runk, runk, runk, við fyrstu hlustun. Sá að vísu hressandi vídeó með þeim um daginn. Ég á bara svolítið erfitt með að þola hvernig söngkonan hermir eftir Siouxie.
Svo veit ég ekki hvað er að koma fyrir jullurnar mínar, kannski er það vorið? Þótt ég hafi týnt einhverjum kílóum síðustu mánuði hefur plássleysi hrjáð þær að óþolsmörkum og fór ég því í Magasin áðan að kaupa stærri haldara. F fyrir fjögur brjóst ei meir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli