sunnudagur, mars 12, 2006

Mörgæsir á sunnudegi

Loks fór ég á mörgæsamyndina, La Marche de l'empereur. Það var hún Dísa sem dreif okkur Krissu í bíó klukkan ellefu í morgun. Mörgæsirnar voru ótrúlega krúttlegar og fyndnar. Alvara mörgæsalífsins komst líka til skila og ísinn á skjánum gerði lítið til að hita manni. En fallegur var hann og myndin öll.

Enn sit ég við skriftir og fyrir utan það hef ég gert mér einstaka dagamun. Við Dísa fórum í Bazar Vest einn laugardaginn. Það er stærsti mið-austurlenski markaður á Norðurlöndum, staðsettur í úthverfi Árósa. Síðustu helgi fór ég að sjá Me and you and everyone we know, frábær mynd. Þessa helgi hef ég bara sofið vel og lengi. Er nú úthvíld og til í slaginn. Hííí-ja!

Engin ummæli: