Jæja, thá er ég alveg ad fá leid á thessu fríi. Allavega ad hanga heima hjá mér og vera ad drepast úr frjókornaofnæmi, ofnæmi fyrir moskítóbitum og magapínu vegna ofnæmislyfjanna(!). Thetta sumar tholi ég moskítóbitin sýnu verr en ádur, fékk heitt og bólgid svædi í ca 10 cm radíus í kringum bitid, sem er ekki gott ef madur er med thrjú bit hlid vid hlid. Thetta kom thótt ég tæki ofnæmistöflurnar mínar. Fór thví til doksa og fékk tvöfalt sterkari ofnæmislyf. Bólgurnar urdu ekki eins miklar vid næstu bit, en thví midur fékk ég illt í magann af ofnæmislyfjunum, sem reyndust innihalda mjólkursykur (og voru thar ad auki vidbjódslega dýr). Ekki gott. Í apótekinu fundust engar ofnæmistöflur án laktósa og thurfti ég thví ad kaupa laktasatöflur, sem voru líka vidbjódslega dýrar. Eda prófa ad brjóta thessar stóru ofnæmistöflur í tvennt, thar sem ég fæ sjaldan illt í magann af litlu töflunum ef ég tek thær med mat.
En, mér er næstum thví hætt ad klæja í bitin og get thví farid út í sólina á ný. Sólskin er ekki gott fyrir bitin mín thví thá verdur kládinn djöfullegur. Í öllu thessu sólskini er loftid thví midur fullt af frjókornum, sem er heldur ekki gott fyrir mig. Svo er konan sem ég leigi hjá nýbúin ad planta blómum undir gluggunum í eldhúsinu og á badinu. Sem ég er med ofnæmi fyrir. Díses. Ég verd thví ad loka gluggunum theim megin. Thá er enn heitara inni.
Ég er ordin ansi threytt á thessu ofnæmis-veseni, er meira ad segja med ofnæmi fyrir Marie vinkonu minni, sem notar eitthvad eitrad thvottaefni. Alltaf thegar vid hittumst held ég ad ég sé ad verda kvefud, nefid stíflast og ég verd hás. Svo eftir ad vid kvedjumst hverfur thetta á nokkrum mínútum.
Eini plúsinn er ad nú er ég komin med thessar laktasatöflur og get farid og fengid mér ís :-) Ætla ad bjódast til ad kaupa sjálf blóm í blómakassana undir gluggunum og bidja konuna um ad færa hin blómin annad.
Held ég mæti bara snemma á bókasafnid á morgun, hér inni er svalt og ég hef hvort ed er nóg ad gera vid umsóknir og bréfaskriftir.