mánudagur, júlí 03, 2006

Kjöteftirlýsing

Sit uppi á þaki Lynfabrikken og sötra æblemost. Sólin skín á moskítóbitna fótleggina, þar sem tylft bita er smám saman að hjaðna. Sat lengi úti í garði á laugardaginn og vaknaði með þessi tólf bit um morguninn. Spreyið sem ég fékk lánað um kvöldið hefur þó kannski bjargað mér frá fleiri bitum. Nú ætla ég sjálf að fjárfesta í slíku.

Stine, Dísa og Krissa komu í kaffi á laugardaginn. Gekk niður á strönd og spreytti mig á með flugdreka með þeim tveim fyrr nefndu. Grillaði svo hreindýr með hvítlauk og timjan, sveppasósu og fleira meðlæti. Hreindýrið kom frá Nýja-Sjálandi og var ódýrara en hérlent nautakjöt. Merkilegt hvað þessum andfætlingum tekst að koma keti sínu í verslanir hér. Hvar er samíska hreindýrakjötið og íslenska lambakjötið?