föstudagur, janúar 19, 2007

Fjör á framabraut

Mætti í tölvuver verkfrædinga í atvinnuleit í morgun, hress og kát, nýbúin ad skvetta kaffi á veskid mitt. Thad hafdi ekki áhrif á sólskinsskapid, sem færdist yfir mig thegar ég gekk út í rigninguna med sojalatte í litlu götumáli. Ég var tilbúin med pappírsthurrku í vasanum og rigningin skoladi restinni í burtu. Köflótt regnhlífin og gúmmístígvélin komu sér vel í bleytunni.

Í dag eru hér staddir tveir hressir kallar, Keld og Bo. Afskaplega gaman ad leita sér ad vinnu. Næstum thví eins og madur sé í vinnunni, ha, ha. Thad er ágætt ad ég uppgötvadi thennan stad, hér getur madur hringt og netjast med ágætis útsýni yfir hústhök midbæjarins og rádhústurninn. Hefdi komid hingad fyrr ef ég hefdi vitad af thessum stad.

Sótti um vinnu sem verkfrædingur um daginn, thau ætludu ad hafa samband í vikunni. Thar sem ég var ekkert búin ad heyra frá theim hringdi ég ádan og thá hafdi theim seinkad ad afgreida umsóknirnar, en sögdust mundu hafa samband í næstu viku. Ég bíd spennt, á medan ég leita ad fleiri vinnum.

Fyrir thá sem hafa gleymt thví var "Fjör á framabraut" einstaklega hressandi sjónvarpstháttur, thar sem thröngir dansbúningar og efnismikil ennisbönd léku stór hlutverk.