Kom til Íslands á laugardaginn. Snjór.
Þegar ég keyrði upp hæðina í Breiðholtið fékk ég ofbirtu í augun af jólaljósunum á blokkunum.
Er búið að líða eins og það séu jól á hverjum degi. Truflaður matur hjá mági mínum öll kvöld. Piparkökubakstur með fjölskyldunni á sunnudaginn og stærsta litla systir kom með kærastanum sínum, en þau eru bæði fimmtán ára og mjög skemmtileg.