miðvikudagur, september 05, 2007
Allt með einari
Fótboltaleikurinn fyrir viku fór ekki betur en svo að ég handleggsbrotnaði og sprengdi æð framan á sköflunginum. Fór sólahring eftir leikinn uppá slysó og þá kom í ljós brot einni kúlunni efst á upphandleggsbeininu. Er í fatla og sem betur fer þurfti ekki að gera neitt. Hélt ég væri bara með mar á sköflunginum, en á mánudaginn var ég hætt að geta stigið í fótinn fyrir bólgu og sársauka. Rétt slapp við að vera lögð inn, því ég bý ein og var einhent og einfætt. Sannfærði lækninn að láta mig hafa hækju og fór heim að hvíla fótinn og reyna að hreyfa ökklann. Var aftur farin að geta labbað í dag og er fegin að vera laus við hækjuna. Fékk teygjusokk á spítalanum áðan og sit með löppina uppi á skrifborði. Er að fara á ráðstefnu í Birmingham í fyrramálið og verð fram á föstudag. Hlakka til, á líka ammæli á morgun.