Skilaði einni skýrslu í viðbót í gærkvöldi. Mikil gleði að vera búin. Komst í gríðarlegt stuð og skellti mér á barinn eftir að ég kom heim. Fór á góða barinn á Jægergårdsgade, þar sem ég sötraði bjór og reykti vindil á meðan ég skrifaði í dagbókina mína.
Búin að hlusta mikið á Múm á netinu síðustu daga. Fæ alveg gæsahúð þegar ég hlusta á Við eigum kort af píanóinu. Annars hefur Múm verið ein af þessum hljómsveitum sem ég hef aðallega hlustað á tónleikum. Þau eru einmitt að koma hingað á Spot 10 hátíðina í júní. Og Mugison líka.
Hjólaði í skólann í dag. Með bleika húfu, bleik sólgleraugu og bleikan farsíma. Viðbjóðslega mikið sólskin. Fór í stórsvig milli ljósastaura við endann á Strikinu. Gaman. Hlakka líka til að komast heim um páskana. Ég er orðin soldið leið á að vera útlendingur.