fimmtudagur, apríl 29, 2004

Fimmtudagur

Tók eftir því áðan að einhverjir voru að skamma mig fyrir bloggleti hér á síðunni. Hér hefst því átak fyrir æsta lesendur:

Fór í æsispennandi hóptíma um aflfræðilega eiginleika lungnanna í dag, alveg óundirbúin og varð því eins og kúkur þegar kennarinn spurði mig um eitthvað. Komst í þannig ástand að ég átti erfitt með að skilja það sem við mig var sagt á dönsku og vissi ekkert hverju ég átti að svara þótt svarið væri nú ekki flókið.

Við Marta fórum í bíó í gær, sáum Monster. Afskaplega ljót mynd. Lá við að ég héldi fyrir augun nokkrum sinnum. Hins vegar áhugaverð og óglysuð lýsing á því hvernig veruleikafirrt kona á glapstigum verður að skrímsli. Engin væmni, frekar óvenjulegt fyrir bandaríska mynd.

Ætti að læra meira núna, en er orðin þreytt. Lífeðlisfræðiskýrslan verður bara að bíða...