Hér í verkfræðiháskólanum eru menn afslappaðir. Gaurinn í hinum enda tölvuversins hallaði sér ekki laumulega á aðra rasskinn áðan og rak við svo undir tók.
Gekk bara alveg allt í lagi í prófinu. Yfir meðallagi vel. Voðalega gott miðað við hvað ég lærði lítið. Tókst ekki að byrja fyrr en seint á sunnudaginn síðasta. Lærði ekkert á mánudaginn, svo frá hádegi á þriðjudag og alla nóttina og fram á morgun. Massaði margra sentimetra þykkt glósufjall.
Nú ætla ég að vera duglegri, enda búin að finna góðan læristað, við eldhúsborðið heima. Komin með leið á bókasafninu. Við eldhúsborðið er góð birta, gott loft og fátt sem truflar mig. Næsta próf á fimmtudaginn eftir viku og er þar hafsjór af meinalífeðlisfræði hjarta, æða og lungna sem ég ætla að massa. Tek mér frí það sem eftir er dags og kem fersk inn á morgun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli