föstudagur, janúar 21, 2005

Búin í prófum!

Thá er thetta vodalega langa próftímabil loksins búid! Gekk alveg ágætlega í gær og fékk danska 10 í prófinu. Ekki amalegt. Fór í prófid uppi á spítala um hállfjögur, var búin rétt fyrir fjögur og tók thá strætó út í skóg ad skrifa undir leigusamninginn. Leigusalinn, vingjarnleg midaldra kona sem vinnur sem bladamadur, beid mín med rjúkandi te og vid fórum yfir leigusamninginn og spjölludum í eldhúsinu. Mér líst bara vel á thetta. Búin ad búa í midbænum sídan ég kom til Árósa og thad verdur spennandi ad prófa eitthvad nýtt.

Um kvöldid var svo matur hjá Dísu, sem eldadi nammi-godan fiskrétt handa okkur Mette. Í eftirrétt var Royal súkkuladibúdingur, mmmm... Thetta var mjög huggulegt. Kom vid hjá Krissu á leidinni heim. Aldeilis hressandi ad hitta fólk og hafa ekki einhver próf yfirvofandi!

Í morgun vaknadi ég vid sjónvarpid, sem ég hafdi gleymt ad slökkva á. Sá hluta af heimildarmynd um norska fridarrádgjafann Petter Skauen sem sat úti á Glomma og veiddi fisk á medan hann ræddi um stríd, frid og lýdrædi.

Búin ad fá ágætis hreyfingu í dag vid ad labba upp og nidur allar tröppurnar oft og mörgum sinnum til ad finna öryggid fyrir thvottavélina, sem var farid af. Skápurinn med öryggjunum á nedstu hædinni og ég bý efst. Vissi ekkert hvada öryggi voru fyrir íbúdina og hvert theirra var fyrir thvottavélina, en med ad prófa mig áfam fann ég hid rétta. Jæja, partý túnæt og gledi!

Engin ummæli: