Áfram heldur íbúdaleitin. Var ad fá tölvupóst frá konunni sem ég leigi hjá og hún kemur alveg pottthétt heim 1. febrúar. Er búin ad vera eitthvad veik tharna í Indlandi og komin med nóg í bili. Fór ad skoda eina íbúd í gær, en fékk hana ekki.
Skrapp á Aros eftir ad ég skodadi thá íbúd og nádi í skottid á sýningu Ólafs Elíassonar. Safnid var fullt af fólki og sýningin ágæt.
Í dag fór ég svo ad skoda adra íbúd. Kom vid í sjöellefu ad kaupa klippikort og fattadi ekki alveg thegar afgreidslumadurinn var ad grínast í mér. Hann spurdi hvort ég vildi fá strætóklippikort med útlenskum eda innfæddum bílstjóra og ég sagdi ad mér væri alveg sama, thad skipti mig engu. Áfram hélt hann gríninu thangad til ég loks fattadi ad madurinn var ad reyna ad grínast. Thess má geta ad thad ad grínast heitir "at tage gas" á dönsku og thegar menn grínast segja their stundum "det er gas!". Ég borgadi gasalega ófyndna grínaranum med fimmhundrud kalli og hann átti bara tuttugu kalla til ad gefa mér til baka. Fékk ég all marga slíka og afgreidslumadurinn afsakadi sig med thví ad thad væri alltaf lítid af skiptimynt hjá theim til ad letja ræningja. "Jæja, thá kem ég ekki hingad thegar ég ætla ad ræna", sagdi ég ad skilnadi og thakkadi fyrir vidskiptin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli