sunnudagur, janúar 23, 2005

Mest um pólitík

Skemmti mér mjög vel í partýinu heima, endadi med ad dansa í stofunni med Signe langt undir morgunn á medan Kasper og Philip steinsváfu. Hitadi epladrykk úr Calvadosinu sem ég fékk í afmælisgjöf frá Stjána og Stellu. Eplasafi, Calvados og heill kanell virkadi alveg ágætlega. Svo blandadi ég meira og setti of mikid af kanel út í. Úr thví vard kaneldrykkur sem hafdi thau áhrif ad madur dofnadi í munninum af ad drekka hann!

Ráfadi um bæinn í thynnkunni og keypti stálstrengi í rafmagnsgítarinn. Drakk gott kaffi og horfdi á fólk og bíla streyma fram hjá vid Banegårdspladsen. Fór heim, keypti Politiken og finnskt RISA heksehyl í sjoppunni. Sofnadi og vaknadi vid gamla mynd á DR1, fylgdist lítid med söguthrædinum, en var hrifin af litunum og myndatökunni. Kíkti í Søndagsavisen og reyndi ad finna út úr thví hvern ég mundi kjósa hér út frá thví hvada týpa ég er. Karlinn og konan úr "Kender du typen" voru búin ad sjóda saman lýsingar á almennum einkennum theirra sem kjósa hvern flokk, hvar their versla og hvad their vilja gera í frítíma sínum. Ansi skemmtilegt.
Á DR vefnum er líka hægt ad taka próf til ad sjá hverjum madur er mest sammála. Radikale Venstre og Enhedslisten og Socialistiskt folkeparti eru mínir flokkar samkvæmt thessu. Enhedslisten er soldill anarkistaflokkur og Radikale venstre vill medal annars takmarka svínarækt, sem mér líst vel á. Allir thessir flokkar vilja bæta hag theirra sem minna mega sín. Sósjaldemókratarnir eru hins vegar stærsti vinstri flokkurinn hér. Mér sýnist theim hins vegar vanta skarpari fókus. Thad verdur gaman ad fylgjast med stjórnmálunum hér á næstunni.

Í gærkvöldi skrapp ég svo til Anders og Marie. Thar var kvedjupartý fyrir Ulrick, sem er ad fara til Kuala Lumpur ad læra næstu árin.

Engin ummæli: