Í dag er ég í svolitlu gelgjustuði, ætli það sé ekki því að kenna
að ég horfði á seinni hluta Ferris Bueller´s Day Off í morgun. Frábær mynd.
Í tilefni af því er hér lísti yfir þá tíu karlmenn sem mér finnst fallegastir, í engri sérstakri röð:
Nick Valensi, gítarleikari The Strokes
James (Kojiro) úr Team Rocket í Pokémon teiknimyndunum
Jóla-stráksi
Takeshi Kaneshiro aka Gum Sing Mo
Josh Lucas
Justin Timberlake
Johnny Depp
Michael Vartan
Viggo Mortensen
Keanu Reeves
Fór á Broken Flowers í gær í hinu yndislega Paradísarbíói með Söndru Sif og Helgu Báru. Það var auðvitað yndislegt.
Þarsíðasta föstudag fór ég á bandaríska mynd um japanskar geishur sem leiknar voru af kínverskum stórleikkonum, Mit liv som geisha. Fallega sjónræn mynd og hreint ekki slæm. Í kvöld ætla ég svo að einbeita mér að mínu eigin lífi: "Kaffihúsaferð" heitir kafli kvöldsins. Góðar stundir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli