laugardagur, janúar 14, 2006

To gange farvel, Niels Bohr

Skrapp niður í bæ í dag til að leita að buxum á útsölu. Fann ágætis ullarbuxur í H&M og skellti mér líka á gyllt, fléttað pallíettubelti, sem var nákvæmlega það sem mig vantaði ;-) Keypti líka bláan stutermabol í annarri búð. Á aldrei nóg af bláum stuttermabolum. Einnig vantaði mig krem og fleira, sem ég fann í Magasin. Græddi ég þar gríðarlega mikið þegar ég fékk andlitsmaska með kreminu án þess að þurfa að borga neitt aukalega, auk vel útilátinnar prufu af augnkremi. Skrapp á Sway til að athuga hvort finndist peysan sem ég gleymdi líklega síðast þegar ég var á djamminu (í lok nóvember!). Stráksarnir sem voru að þrífa fundu hana ekki, sögðu að það hefðu verið eigandaskipti í millitíðinni og hlógu að mér fyrir að koma svona seint að athuga þetta. Sá að þeir geymdu ógeðslega skítuga fægiskóflu ofan á súraldinum undir barborðinu. Ojjj! Ekki fæ ég mér drykk með súraldinum á þeim bar.

Hins vegar sagði fröken riskager mér um daginn að það væri nú hægt að fá sojamjólk í kaffið sitt á Baresso og þar fékk ég mér sojalatte sem ég gekk með upp Strikið. Þá var búið að loka verslunum og fékk ég mér ágætis göngutúr á rútubílastöðina, þar sem ég keypti nýtt strætókort.

Nú ætla ég að læra smávegis og fara svo snemma heim (þ.e. fyrir klukkan tíu) og vera í rólegheitunum.

Engin ummæli: