miðvikudagur, apríl 05, 2006

Lyktandi Riskager

Djöfull er ég orðin þreytt á að Fröken Riskager sitji hér öll kvöld. Hún er ekki einu sinni að vinna í neinu, bara situr og skipuleggur ljósmyndirnar sínar eða spilar kabal langt fram eftir (músaklikk endalaust). Heima er hún að spara rafmagn, búin að taka ísskápinn sinn úr sambandi og sjónvarpið er inni í skáp. Í kvöld lyktar hún af dísætu og uppáþrengjandi ilmvatni. Það ætti að banna fólki að lykta út fyrir ákveðinn radíus. Ég er soldið pirruð og með hausverk. Farðu heim, hrískaka!

Ef ég þyrfti ekki að klára þessa ritgerð mundi ég sko ekki sitja hérna. Þá væri ég farin á NatFilm festival í góðum félagsskap.

Engin ummæli: