fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumardagurinn fyrsti

Íslandsveran var einkar góð. Veisla á veislur ofan. Var mest með fjölskyldunni í rólegheitunum, reyndi að læra, lærði og hvíldi mig. Skrapp í afmælisveislu Krissu á föstudagskvöld, þar sem fúmmsöngur og bragðgóður Weber-grillmatur var meðal annars á boðstólum. Flykktist á Þjóðminjasafnið með systkinunum, náði ekki að skoða allt og verð að fara þangað aftur. Sem sagt mjög gaman.

Á leiðinni heim til Árósa vorum við Krissa samferða í lestinni. Keypti þessu fínu Harry spil og skíttapaði í rommí. Var enn í mínus þegar sigurvegarinn komst yfir þúsund stigin. Þetta var samt stórskemmtilegt og lestarferðin leið hratt. Það var gott að koma heim í kotið. Var mjööög þreytt, borðaði nammi í kvöldmat og sofnaði strax eftir Aðþrengdar eiginkonur.

Í dag er sumardagurinn fyrsti á Íslandi. Hér í Árósum er svalt en gott veður og mig langar ekki til að sitja lengur á skrifstofunni. Verð að drífa mig að skila svo þessum kvöldsetum ljúki. Arrrr. Gleðilegt sumarrr!

Engin ummæli: