Von er á góðum gestum um helgina. Eysó og Rakel Eva eru að koma á laugardaginn og gista í tvær nætur!
Á morgun eigum við Stine afmæli. Það er gaman að eiga vinkonu sem á sama afmælisdag, soldið eins og að eiga tvíbura, ímynda ég mér. Við ætlum tvær út að borða annað kvöld.
Ég held ég taki mér frí frá því að vera á löt á morgun og geri eitthvað skemmtilegt.
Ojjj, nú er einhver farinn að reykja ógeðslega ofan í mig. Bledds!