Thad var gott ad koma aftur heim í sveitina og anda ad sér fersku loftinu vid ströndina í Risskov. Nørreportid í Árósum var svo lítid og krúttaralegt midad vid samnefnt port í Kaupmannahöfn. Kaupmannahafnarferdin var hins vegar alveg frábær og ég hef aldrei farid eins vítt og breitt um thá borg ádur. Er thad helst ad thakka strætókortinu sem ég keypti, thad borgadi sig ad kaupa viku kort thótt ég væri bara í fimm daga, enda sá ég fram á ad taka lest/strætó/metró oftar en tvisvar á dag. Var gód vid vonda hnéid mitt, sem ég hafdi ekki verid helgina ádur, thegar ég hjóladi fullmikid og dansadi til klukkan fjögur adfaranótt sunnudags. Hafdi misst af strætó og var enn í miklu dansstudi eftir ad hlusta á Whitest Boy Alive á pop revo hátídinni. Dansadi svo ad gallabuxurnar límdust vid mig af svita, enda var vodalega heitt inni á stadnum thar sem indie DJ-ar voru mættir til ad theyta skífum. Thegar ég kom loks heim voru rassvasarnir ennthá blautir!
Sídasti dagurinn í Kaupmannahöfn var líka fínn, tók strætóbát út í óperuna frá konunglega bókasafninu og kíkti medal annars á ljósakrónur Ólafs Elíassonar í félagsskap eldri borgara. Laumadist til ad reka nefid inn í óperusalinn, thar sem fólk var ad störfum. Ad innan leit salurinn út eins og ... geimmmskip.
Skrapp í te til Signe og dreif mig eftir thad út í Valby. Ætladi ad kíkja í gallerí Mogadishni ad skoda teikningar Julie Nord. Galleríid var fyrir utan kortid, en sem betur fer sá ég ad strætó gekk ad veginum sem thad er á. Næsti vegur á undan hét Gerdasvej. Hlýnadi um hjartaræturnar ad eiga mína eigin götu í Valby. Galleríid var lokad, en ferdin thangad var svo skemmtileg ad thad skipti engu máli. Ég verd bara ad koma aftur ádur en ég fer næst til Íslands. 16. október, ekki langt í thad! Ætla á Airwaves og ad knúsa fjölskylduna.
Í dag tókst mér loks ad henda út einu stk. umsókn í doktorsnám. Í næstu viku neydist ég svo á skyldunámskeid í CV gerd. Thad verdur forvitnilegt ad sjá hvernig hægt er ad eyda 30 klst í thad. Eins og thetta fólk haldi ad madur hafi ekkert ad gera thegar madur er atvinnulaus? Ha, ha, ha!
Annars er ég bara vidbjódslega blönk og sjónvarpid mitt ónýtt. Föstudagskvöld, dimmt úti og ekkert ad gera.