mánudagur, október 02, 2006
Matador á drottningarkollegíi
Margrét Þórhildur danadrottning var nemandi í Árósaháskóla fyrir nokkrum áratugum. Á námsárunum bjó hún á kollegíi númer níu í háskólagarðinum og sagan segir að í næsta herbergi hafi hirðmey hennar búið. Mér var einmitt boðið í mat á thetta kollegí síðasta laugardagskvöld, ekki þó af drottningunni, heldur af danskri sálfræðistelpu á hækjum og íslenskri klifurkonu. Klifurkonan eldaði fisk af miklum myndarskap og svo skoðuðum við myndir og borðuðum eftirrétti ýmiss konar, þangað til Matador byrjaði. Mér fannst einstaklega gaman að horfa á Matador í dönskum félagsskap og öðlaðist við það aukna innsýn í danska menningu.