miðvikudagur, desember 13, 2006

Enn ein skemmtileg helgin

Ekkert lát er á skemmtilegheitunum hér í bæ...

"Eftir vinnu" hittingur á föstudaginn byrjadi med glöggi og piparkökum, svo englaborgara og bjór, meiri bjór. Eftir allnokkra bjóra langadi mig ad reykja vindil og klifurkonunni leist ekki illa á thá hugmynd. Fórum thví af thýskum bar yfir á enskan, thar sem kúbanskir vindlingar fengust. Hvad eiga konur svo ad drekka med vindlingum? Vatn? Neiii. Viskí! Drukkum thví viskí og reyktum vindla og vard úr thví hid fyndnasta bull. Tók næturstrætó heim og á leidinni úr strætó fór ég ad syngja med tónlistinni úr mp3 spilaranum mínum. Thegar ég beygdi fyrir eitt hornid tók ég eftir ad thad gekk einhver á eftir mér, um hundrad metra í burtu. "Æ, skítt med thad, thetta er örugglega enginn sem ég thekki" hugsadi ég. Svo thegar ég var ad opna dyrnar heima, beygir thessi manneskja líka inn í innkeyrsluna heima! Thetta var thá madurinn sem ég leigi hjá. Úps. Mér daudbrá audvitad. Thar sem ég var hvort ed er búin ad gera mig ad fífli fannst mér tilvalid ad halda bara áfram ad syngja inni í stofu, ekkert mjög hátt samt, og spila á gítarinn minn, sem ég kann ennthá ekkert á.

Á laugardagsmorgninum var ég hins vegar ekki eins hress. Var búin ad bjóda konum tveim í fisk um kvöldid, en gat ekki einu sinni hugsad um mat thegar ég vaknadi. Tókst samt ad hressa mig vid thegar leid á daginn. Keypti alveg frábærlega ferska löngu og eldadi thriggja rétta matsedil sem samanstód af "Jólasúpu daudans", ofnbakadri löngu eftir "kreóla" uppskrift úr Sigga Hall og heimabökudum eplaskífum og glöggi. Súpan hafdi átt ad vera arabísk gulrótarsúpa, sem ég hafdi eldad handa sjálfri mér um daginn og thótt mjög gód. Í thynnkunni hafdi ég thví midur misst negulinn út í súpuna og hún var thví sem næst óæt. En thad var hins vegar mjög fyndid. Sem betur fer fór maturinn stigbatnandi eftir thad.

Sunnudagur. Kappaksturssýning á Aros med klifurkonunni. Ógedslega flottir sýnng. Fundum bíla sem hentudu til ad fara á ströndina, í búdina, á næturklúbbinn, á viskístofuna og í vinnuna.