fimmtudagur, maí 06, 2004

Ógeðslega mikið að gera....

Æ, það er ógeðslega mikið að gera og ég hef ekkert mátt vera að því að blogga.
Í gærkvöldi ætlaði ég að hitta eina hópfélaga minn sem nennir að vinna í lífeðlisfræðiskýrslunum til að klára eina slíka. Um sjöleytið er ég á leiðinni aftur upp á bókasafn eftir mat þegar kemur skyndilega þrumuveður og úrhellisrigning. Hoppaði í strætó, en á leiðinni úr strætó á bókasafnið varð ég alveg gegndrepa. Fannst að vísu gaman að hoppa yfir árnar sem höfðu myndast á götunum, skemmtilegt að vera úti að labba í hellidembu. Hins vegar er ekki eins gaman að sitja rennandi blautur í tölvuverinu, þannig að ég fór heim að skipta um föt og við unnum svo í skýrslunni þangað til um ellefu. Pabbi hringdi í mig og sagði mér að hann, Bjarni, Eysó, Dóri, Íris og Þráinn væru öll að fara á Kraftwerk tónleikana um kvöldið. Oooo. Hefði verið gaman að fara með þeim. Jæja, best að halda áfram að læra!