Ì gær var kom frábært vedur um eftirmiddaginn og ég fór í frábæran hjólatúr eftir sprikl í líkamsræktarstödinni. Hjóladi fyrst í allar búdir í nágrenninu til ad athuga hvort einhvers stadar væri auglýst íbúd til leigu/sölu/eitthvad. Fann ekki neitt, en hins vegar sá ég auglýsingu um sjónvarp á 300 kall og ég fer ad skoda thad á mánudaginn. Í sjoppunni vid Ingerslevs plads fóru tveir kallar um sextugt ad tala vid mig thegar ég stód og las auglýsingarnar á veggnum. "Vantar thig íbúd? Thú getur flutt heim til mín!" sagdi annar kallinn gladhlakkanlegur. Ég hló og eftir smá spjall spurdi kallinn út í marblettinn rosalega sem ég er med á handleggnum. "Thú skalt nú ekki hitta thennan gaur aftur, sem gaf thér svona rosalegan marblett." Ég sagdi sem satt var ad thetta væri eftir ad kljást vid farangurinn minn og ad ég hefdi nýlega heyrt ad í Noregi væri thad kallad ad fá afhenda kartöflu (Få afleverad en potatis) thegar madur fengi svona rosalegan marblett. "Vodalegt!" sagdi kallinn. Vid stigum á hjólin okkar og kvöddumst. "Og hold så op med de narstreg!" (hættu ad gera thessi skammarstrik), hrópadi kallinn ad skilnadi.
Ha, ha, ha, skondid fólk hér í danska landinu.
Er ad fara á einhverja tónlistarhátíd med Kasper og Filip, nenni varla, en thad er búid ad kaupa mida fyrir mig thannig ad ég slepp ekki. Rigningin komin aftur...
Fer heim til Íslands á thridjudaginn 13. og kem aftur 9. ágúst.
Thetta med kartöfluna heyrdi ég hins vegar hjá Leif, vini Christophs í Leipzig. Thau voru nýbúin ad opna brúdkaupsgjöfina frá Siggu og Frank, sem innihélt finnska "Humpa" tónlist. Thá sagdi Leif söguna af söngvaranum í norskri hljómsveit frá Stavanger, thekktri fyrir lagid "Humpa till du dør". Hann hafdi vedjad vid söngkonu í annarri hljómsveit (líka frá Stavanger) ad hann gæti "afleverad en potatis" med einu höggi. "Aha, einmitt thad," sagdi söngkonan, "reyndu bara." Endadi sú saga med opnu handleggsbroti söngkonunnar frá Stavanger.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli