föstudagur, júlí 23, 2004

Meiri rass, meiri rass, meiri rass!

Fór á útgáfutónleika Brúðarbandsins í gær, dró Sigurlaugu með. Brunaði þangað beint úr bíóferð með systkinunum, sáum Spiderman 2 í Smáralindinni. Mér fannst Spiderman 2 alveg frábærlega flott, tók andköf af spenningi, hló og ældi ekki mikið yfir væmnu atriðunum. Einnig var skemmtileg tilvísun í Evil Dead myndir sama leikstjóra; vélsög og handleggur.

Náði á tónleikana áður en þeir byrjuðu, hafði mælt mér mót við Sigurlaugu, sem ég hitti í dyrunum. Inni hitti ég Unni, Bjarna, Loga og fleiri. Tónleikarnir voru skemmtilegir og sérstaklega gaman að lokalaginu, þaðan sem titill þessarar færslu er tekinn. Kannski maður fái sér diskinn, heyrðist vera slatti af skemmtilegum lögum þar.

Engin ummæli: