fimmtudagur, júlí 15, 2004

Á Íslandi

Kom til Íslands seint á þriðjudagskvöld, rétt náði flugvélinni. Missti af lestinni sem ég ætlaði að taka og næsta lest hefði verið komin á flugvöllin um það leyti sem vélin átti að fara í loftið. Tók þá lest til Höje Taastrup og thadan leigubíl og nádi á flugvöllin 25 mínútum áður en vélin átti að fara af stað.

Hitti Hrafn Arnórs og Nonna bróður Sigrúnar í flugvélinni. Af því að ég kom svo seint fékk ég sæti alveg aftast, en hafði þá heil þrjú sæti út af fyrir mig. Hrafn kom og settist hjá mér og það var sögustund alla leiðina, flugferðin fljót að líða. Keypti mér mp3 spilara með 256 Mb, FM útvarpi og diktafón á 9000 kall í flugvélinni, ógeðslega mikil eyðslukló, en þetta var einmitt það sem mig vantaði!

Eysó nádi í mig á flugvöllinn og það var frábært að sjá hana. Keyrðum upp í Breiðholt og þegar við vorum komnar þangað upp úr ellefu hringdi Sigga systir og bað okkur um að kíkja á hana Andreu í Birkigrundinni, sem við gerðum. Litlu systur alveg frábærlega skemmtilegar og alltaf að togna úr þeim. Andrea var orðin einum sentimeter stærri en ég um páskana og eitthvað sýnist mér húna hafa lengst síðustu mánuði. Sigga nær mér örugglega bráðum og þá verð ég aftur dvergurinn í fjölskyldunni.

Í gær fór ég til mömmu í vinnuna, svo í systrakaffi á Kaffi París, í göngu með Sigurlaugu í Nauthólsvík og um kvöldið komu pabbi og Guðrún í mat. Var orðin rangeygð af þreytu um kvöldið og í dag er ég bara búin að hvíla mig, þangað til núna.

Ætla að halda upp á afmælið mitt hér heima 7. ágúst, þótt ég eigi ekki afmæli fyrr en 6. september. Meira um það síðar.

Engin ummæli: