sunnudagur, júlí 11, 2004

Fílar vid ströndina

Var frekar morkin thegar ég vaknadi klukkan sjö í morgun. Kvöldmaturinn í gær langvirkur. Sofnadi sem betur fer aftur og vaknadi klukkan tíu. Thvodi thvott og stússadist eitthvad.
Um hádegi langadi mig allt í einu ad sjá sjóinn, thannig ad ég steig á bak hjólhesti mínum og reid honum ad ströndinni. Slatti af fólki hafdi safnast saman á grasbletti vid sjóinn og thegar ég kom nær sá ég hvad hafdi dregid allt thetta fólk thangad: Thrír fílar!
Fílarnir komu frá sirkusnum sem er búinn ad tjalda tharna rétt hjá. Their údudu í sig fersku grasi á medan gæslumadur theirra fylgdist med álengdar.
Ég elska fíla og fannst frábært ad sjá thá tharna vid sjóinn med smábátahöfnina og dönsku "fjöllin" í baksýn. Langadi til ad knúsa einn fílinn, sem var hrukkóttur og med sorgmædd augu. Knúsí-knús, hrukkufíll! Tók audvitad fullt af myndum, en thar sem síminn var heima í hledslu voru engar theirra stafrænar.

Tónleikarnir í gær voru ágætir. Kom thegar I am Bones var ad spila, their voru fínir, soldid interpoleradir og strokesadir á göflum, en ad mestu var thetta frumlegt og kraftmikid rokk. Fleiri hljómsveitir fylgdu í kjölfarid, Hell on Wheels voru frábær, Spleen United spiladi kalt og kraftmikid rafrokk sem mér féll vel og The Defectors fengu mig til ad dansa eins og vitleysing. Thekkti ekkert vodalega marga tharna, nema Kasper, sem var á sífelldu spani ad tala vid fólk, og vin hans Filip, sem sat sem daudur væri í lágum stól á milli hljómsveita. Engin leid ad vekja hann fyrr en hljómsveitin byrjadi ad spila, thá reis hann á fætur eins og uppvakningur. Spjalladi adeins vid Johannes og Tore og einhverja fleiri stráka sem ég hitti úti í sjoppu thangad sem ég fór med Kasper og Filip ad kaupa kvöldmat. Skrölti heim á ödrum tímanum.

Hringdi í Bjørg, sem var veik heima. Hún var víst líka á Hróarskeldu, thad hefdi verid gaman ad hitta hana thar. Annars var bara frábært á Hróarskeldu. Skemmtilegt fólk og skemmtileg tónlist. Var í studi fram til klukkan átta á sunnudagsmorgni, hitti danskan kunningja og var ad kjafta vid hann og nokkrar stelpur eftir Morrissey og ótrúlega fyndna heyrnartóladiskóid, thar sem madur heyrdi bara tónlistina ef madur var med thrádlaus heyrnartól á höfdinu. Thegar ég kom inn var verid ad spila Paradise City med Guns n' Roses, allir ad syngja med. Vard mjög glöd, thad urdu víst adrir líka sem stódu fyrir utan diskógirdinguna og horfdu á mig gledjast svo mjög.
Fór í partý med fólkinu og eftir thad í tjaldbúdirnar mínar, thar sem enn voru nokkrir í studi. Var í studi med theim fram undir morgun sem fyrr segir. Vid fengum nokkra gesti, medal annars Silju frá Thelamörk og norskan tannálf, fylgisvein hennar. Silja tók adeins í kassagítarinn og thöng thvoglumælt med. Stórskemmtileg stelpa. Mig langadi ad draga hana med mér í sund (langadi í rennibrautina, sko) thegar ég vaknadi, en thá var bara búid ad loka. Danir eru med ædi fyrir ad loka, loka yfirleitt snemma og helst fimm mínútum fyrir lokunartíma.
Jamm, er thetta bara ekki ad verda ágætt? Fór heim á sunnudagskvöldid eftir Franz Ferdinand, nádi lest rétt fyrir eitt um nótt og var komin til Árósa rúmlega fjögur um morguninn. Abú, bloggfærslu lokad.

Engin ummæli: