laugardagur, júlí 03, 2004

Ganga eins og kroppinbakur?

Hér á Hróarskeldu skiptast á skin og skúrir. Alveg vodalegar hellidembur og drullusvadid magnast. En ég er í gúmmístígvélum og med regnhlíf, thannig ad ég er sátt.

Fór í sund upp úr hádeginu, med Sindra, kærustu hans Sollu og Helgu, vinkonu hennar. Hressandi ad komast adeins í heita pottinn og skola af sér svitann. Ekki alveg eins mikil drulla á gólfinu í sundlauginni og í sturtunum hér á svædinu. Langar aftur í sund á morgun, snemma, svo ég lendi ekki í bidröd og renna mér oft í rennibrautinni. Vill einhver koma med?

Fann Bjarna og Unni, sem betur fer, mikid gaman. Thau voru líka svo god ad leyfa mér ad gista i tjaldinu sinu, thannig ad ég thurfti ekki ad sla upp tjaldi i drullunni sem hafdi komid eftir hellidembu fyrr um daginn. Var ad visu ad tala vid Svía hér rétt ádan thegar ég var ad bída eftir tölvunni, hann sagdi ad M tjaldsvædi væri allt grasi vaxid og enga drullu thar ad finna. Thangad gæti madur gengid (langa leid ad visu) thurrum fótum á malbiki fyrir utan svædid. Var soldid pirrud ad bida eftir tolvunni, thvi ad gaurinn á undan mér var alltaf ad reyna ad gera thad sama aftur og aftur (panta mida med lest til Svithjódar) og thad gekk aldrei. Svo komu tveir vinir hans og annar spurdi: "Stressar du?" Ég neitadi thvi og thá sagdi hann ad ég hamadist svo mikid á tyggigúmmínu mínu. Spjalladi sem sagt adeins vid hann og thad losadi um pirringinn.

Hér á svædinu eru menn farnir ad gerast fjölthreifnari, einn rasskellti mig med hvítum spada ádan og veifadi honum svo framan í mig. À spadanum stód "I love you" og hjarta líka. Stórfyndid og hláturinn kraumadi alla leidina nidur ad Iggy Pop og The Stooges, sem ég ætladi rétt ad kíkja á, en vard thangad til their voru búnir, nádi 2-3 sídustu lögunum. Í lokin tóku their "Now I want to be your Dog", frábært lag og thad eina sem ég thekki med theim og fíla. Á leidinni til baka var annar sem greip aftan í hálsinn á mér á leidinni fram hjá mér, ekki var ég hrifin af thvi. Kannski madur ætti ad taka af sér bleiku sólgleraugun, gretta sig og ganga eins og kroppinbakur?

Eftir sundid í dag fórum vid á pizzustad, var búin ad gleyma ad ég borda ekki ost, thannig ad thad var soldid klúdur. Pantadi mér pasta í stadinn, en fattadi svo ad klukkan var ordin margt og Morbid Angel ad byrja eftir 35 mínútur! Ég komin í Morbid Angel bolin minn og allt. Nú voru gód rád dýr og madurinn á pizzustadnum hjálpadi mér ad hringja á leigubíl, sem skutladi okkur á tónleikasvædid og ég missti bara af tíu fyrstu mínútunum. Nádi ad komast fremst. Ekki vard ég fyrir vonbrigdum med kallana, thótt ég hafi saknad ansi margra gamalla laga, sér í lagi af "Blessed are the Sick". Ég las einhvers stadar ad their væru enn fúlir út í David Vincent og spiludu ekkert af lögunum hans á tónleikum, sem gæti skýrt ýmislegt. Theytti smá flösu og vard mjög glöd, samt adeins of mörg gítarsóló.

Í gær heyrdi ég líka í Slipknot, sem voru alveg ágætir. Pixies voru líka frábær og ég söng og dansadi vid öll lögin í fremsta hólfinu. Fann samt engan sem ég thekkti á theim tónleikum, en thad skipti ekki máli í mannmergdinni. Nádi restinni af Viva la Féte, belgískri hljómsveit, sem ég hafdi verid spennt fyrir. Thau voru alveg frábær, spiludu strumpalega dansvæna tónlist af miklum krafti og sönkonan galadi thokkafullt med.

Önnur hljómsveit sem kom mér í studid var Blackalicious, dansi-dans.

Engin ummæli: