Stundum kemur upp þörfin fyrir að blogga. Eins og að þurfa að kúka. Ekki hægt að geyma það endalaust.
Dreymdi í nótt að ég væri að labba og einhver róni sem lá í ræsinu kallaði á eftir mér. Sá að ég hafði misst buxurnar og skóna, sem lágu nú skítug á götunni. Ætlaði að þvo buxurnar, en þegar ég var að setja inn í þvottavélina hafði ég bara litfagrar slæður í höndunum og þær litu ekkert út fyrir að vera skítugar. Svo var þarna einhver rjómaterta með jarðaberjum, á breidd við tvær venjulegar rjómatertur. Hún var svo stór að hún ætlaði að liðast í sundur, en mér tókst að redda því. Var svo komin í hljóðfæraverslun, fékk að prófa fiðlu fyrir utan verslunina. "Fiðlan" var meðalstór plastpoki fullur af mold og ég fékk þurran, hvítan svamp til að spila á hana. Tókst eftir soldinn tíma að fá hljóð úr "fiðlunni" og gat ég spilað hvert lagið á fætur öðru mér til mikillar undrunar og gleði.
Er annars að læra fyrir próf. Sjúkrapróf síðan fyrir ári síðan. Var að tala við einn strák í kaffistofunni í dag og hann spurði hvort ég hefði verið veik í alvörunni. Mér sárnaði að heyra það, en hann er víst ekki einn um þá skoðun. Leiðinlegt. Prófið er á föstudaginn og ég á eftir að læra slatta. Ætla eftir prófið á Spot 11 hátíðina og hlusta á tónlist. Hin finnska Cleaning Women stígur á stokk í sokkabuxum og með þvottabretti upp úr fjögur. Þá verð ég mætt og í stuði.
Búúúin!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli