föstudagur, júní 03, 2005

Gaman

Vaknaði snemma í morgun, hlustaði á tónlist á MTV2 (þar er sko rokkið!) og vandræðaðist yfir því í hvaða fötum ég ætti að vera. Endaði á að stika glaðbeitt í strætó í nýju ljósbleiku gúmmístígvélunum sem ég keypti í gær í matvörubúðinni. Mér finnst voðalega fyndið að eiga svona stígvél. Það er heldur ekki að vita hvernig drullan á Hróarskeldu verður í sumar. Já, keypti miða í síðustu viku!

Hér í vinnunni hafa verið afmæliskökur mörgum sinnum í viku upp á síðkastið. Í dag eru enn kökur í kaffistofunni. Ekki skrítið að maður tútni út og komist ekki í fötin sín! Blobb, blobb!

Engin ummæli: