fimmtudagur, júní 02, 2005
Íslendingarnir langskemmtilegastir
Með mér á skrifstofu situr Birgitte hverrar eftirnafn þýðir fuglasöngur. Hún er eðlisfræðingur og er hér i doktorsnámi. Um daginn sátum við á kaffistofunni og þá var hún að segja mér frá því þegar hún fór á NORDITA með vinkonu sinni og hvað Íslendingarnir voru nú langskemmtilegastir. Þegar ég spurði hana nánar út í hvenær þetta var, þá var það árið 1999 og þar sem ég vissi að ég hlyti að þekkja þá sem fóru bað ég hana um að lýsa þeim nánar. Líklegast er að þar hafi hún verið að tala um Stjána, Hálfdán og kannski Völu? Það voru allavega einhverjir hressir Rússar sem þau voru að djamma með uppi á hótelherbergi, ef það skyldi hressa upp á minnið hjá einhverjum. Afmælisbarn dagsins er einmitt Birgitte sem mætti með köku í þríriti í tilefni dagsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli