Sá heimildarmynd um Ramones í sjónvarpinu á föstudagskvöldið. Áður en ég sá þessa heimildarmynd fannst mér þeir spila væskilslegt aumingjapönk og fannst þeir ekkert sérstakir þrátt fyrir stöðu þeirra í sögu pönksins. Enda hafði ég bara heyrt létta slagara eins og "Sheena is a punk rocker" og "The KKK took my baby away" með þeim. Það hafði ekki hvatt mig til frekari hlustunar. Það kom mér á óvart hvað þeir voru rosalegir á tónleikum, eins og sást vel í þessari mynd. Þannig að ég get bætt The Ramones í bunkann af gömlu pönki sem mig langar að eignast.
Fór að vinna á laugardaginn og eftir það í bíó á Harry Potter og Eldbikarinn með Söndru Sif. Pottarinn var allt í lagi, fannst samt síðasta mynd betri. Þeirri mynd var líka leikstýrt af Alfonso Cuarán, sem gerði Og mömmu þinni líka (Y tu mama tambien). Mjög góð mynd það.
Föndraði nýtt fantóm á sunnudeginum og skrapp í stutta heimsókn til Signe. Drukkum chai úr stórum bjórglösum. Hún var að fara til London í morgun að kynna sér The Cardboard Citizens, leikfélag heimilslausra.
Eysó systir er svo að koma í heimsókn á laugardaginn og ég ætla að draga hana á Mugison á Voxhall. Þá verður gleði!
Jæja, best að reyna að brjóta ritstífluna á fræðasviðinu. Ætla svo að skreppa á vígslu nýju PET skannanna á eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli