Fór ekki að skoða nýju PET skannanna í gær. Nóg annað að gera. Skilafrestur um miðjan desember, einmitt um það leiti sem ég flýg heim til Íslands í langt jóla(og smá vinnu)frí. Gleð Frónbúa með nærveru minni 16. desember til 9. janúar. Ver ritgerðina einhvern tímann í janúar. Nú ætla ég að vera rosalega dugleg að skrifa. Er komin með um þrjátíu bls. af myndum og gröfum og slatta af texta. Þetta er allt að koma (ekki samt eftir Hallgrím Helgason).
Leigusalinn spurði í morgun hvort ég vildi ekki leigja þeim eitt herbergi og baðherbergið eina viku í kringum jólin undir dóttur, tengdason og barnabarn. Mundi ég fá fjórðung húsaleigunnar niðurfelldan í desember. Mér líst ágætlega á það þótt það þýði smá auka vinnu við að færa eitthvað af dóti úr stofunni svo þau komist þar fyrir með barnarúm. Alltaf gaman að græða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli