Skrapp niður í bæ að kaupa mús fyrir fartölvuna áðan. Er komin með illt í úlnliðinn af stanslausri tölvuvinnu síðasta mánuðinn. Keypti venjulega svarta mús sem fer ágætlega í hendi.
Kom við í fatabúð á leiðinni í Nettó og mátaði buxur. Af hverju ætli kvenföt séu með tölurnar öfugu megin? Það er að segja öfugu megin við kallaföt. Mér finnst allavega auðveldara að hneppa kallafötum en konufötum. Ég skil ekki af hverju kvenföt eru með þessu sniði. Kannski er það bara mitt öfugsnúna eðli. Hmmm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli