mánudagur, nóvember 14, 2005

Samsöfnuður dýra


Helgin leið eins og flestar aðrar helgar, var ein heima að horfa á sjónvarpið. Komin með frekar mikla leið á því. Shanghai Noon og Shanghai Knights á sænsku 4 sjónvarpsstöðinni björguðu þó laugardagskvöldinu.

Var búin að gleyma að Samsöfnuður dýra (e. Animal Collective) átti að halda tónleika á Voxhall á sunnudagskvöldinu. Fékk skilaboð frá Krissu til að minna mig á það og ákvað að drífa mig. Stórsveit Nix Noltes hitaði upp á undan. Spiluðu þau af mikilli íþrótt. Dýrasamsöfnuðurinn gladdi skynfærin með óvenjulegri og skemmtilegri tónlist. Hitti Varða, gamlan kunningja frá Íslandi, og spjallaði við hann þangað til staðnum lokaði. Það var nú gott að ég tók hjólhestinn með því síðasti strætó var löngu farinn þegar ég kom út. Hjólaði heim í kuldanum. Gaman að fara aðeins út og hitta fólk.

Engin ummæli: