föstudagur, nóvember 04, 2005

Helgarmarineringin hófst í matsal spítalans áðan. Einn af tæknimönnunum sem var svo góður að byggja líkanið fyrir mig hélt þar sína árlegu bjórsölu á heimabruggi. Aldeilis ágætt öl hjá honum, kallinum. Smakkaði tvo dökka bjóra, einn ale og einn bock (sem bjórkunnugir vita víst hvað er). Dreif mig svo hingað aftur til að vinna. Þar beið tölvupóstur frá Dr. Wu með myndum frá íslandi sem aldeilis var gaman að skoða.

Madonna átti alveg MTV tónlistarverðlaunin í gær. Langflottust. Borat var allt í lagi, skemmtilega grófur og smekklaus, eins og hann á vanda til. Fyndnast var þegar hann stal buxunum af söngvaranum í Coldplay, sem elti hann fram á gang á naríunum. Já, sjónvarpið er góður félagi. Bakaði líka súkkulaðimúffur í gærkvöldi og tók afganginn með mér hingað á skrifstofuna og gaf fólki.

Engin ummæli: