Var í búðinni á föstudagkvöld með körfu fulla af drykkjarföngum fyrir matarboðið sem ég var á leiðinni í þegar ég gekk fram hjá stafla af snjóþotum. Fannst mér þjóðráð að kaupa eina slíka undir veigarnar, í staðinn fyrir að rogast með þær í gegnum snjóskaflana. Nýja snjóþotan mín er ógeðslega flott: svört með gulum bremsum. Hefur hún fengið nafnið Apolló.
Matarboðið var einstaklega skemmtilegt. Voru þar töluð ýmis tungumál. Þýska, ítalska, danska, íslenska og enska. Maturinn var heimagert sushi, dásamleg, nýbökuð súkkulaðikaka og óþynnt single malt viskí.
Viðraði Apolló í myndarlegri brekku í hverfinu mínu á sunnudagsmorguninn. Komst nokkuð hratt og stýrði á milli trjánna með bremsunum. Nú vil ég bara meiri kulda og meiri snjó. Játakk!