Við gríska konan vorum búin að ákveða að fara í bíó um helgina. Ætluðum á rússnesku myndina Day Watch. Mig langaði alltaf að sjá fyrstu myndina í þríleiknum, Night Watch, en missti af henni þegar hún var í bíó. Kom við á DVD leigunni á horninu, sem er með frábært úrval af útlenskum og skrítnum myndum, og tók Night Watch á föstudaginn.
Sofnaði áður en ég gat horft á hana, sem var í besta lagi, því á laugardaginn rifjaðist upp fyrir grísku konunni að hún væri búin að sjá myndina með stjúpbörnum sínum í Hollandi. En nú gátum við ekki ákveðið okkur, engin mynd sem við vorum báðar æstar í að sjá. Fengum okkur tapas í kvöldmat, litlar, rjúkandi leirskálar með kartöflum í kryddsósu, rækjum, lambakjöti, sveppum og chorizo. Enduðum á Mr. Woodcock, meinfyndinni meðalgrínmynd.