Nú hef ég búið í Englandi í fjóra mánuði. Bý í pínulítilli íbúð (herbergi og eldhús) með einföldu gleri og rafmagnshiturum sem því miður virka bara í eldhúsinu. Nú þegar farið er að kólna sef ég í lopapeysu. Verð að sjá til hvort ég get fengið leigusalann til að skipta þessu hitararusli út. Baðið er frammi á gangi, en sem betur fer tilheyrir það einungis minni íbúð. Á baðherbergisgólfinu er teppi, hafði séð álíka kjánalegt baðherbergi hjá vinkonu minni í London fyrir nokkrum árum og þetta virðist vera frekar algengt. Englendingum virðist standa nokkuð á sama um myglu og fúkka, þeir spreyja bara því mun meira fýluspreyji í kringum sig. Ensku stelpurnar á skrifstofunni eiga það líka til að spreyja á sig svitalyktareyði þar sem þær sitja fyrir framan tölvurnar. Fussumsvei.
Annars líkar mér mjög vel í vinnunni/skólanum. Maturinn er ekki slæmur og fullt af góðum bjór. Meira um það síðar...